Hoppa yfir valmynd
16. maí 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Viðræður að hefjast um gerð tvísköttunarsamnings við Japan

Í vikunni hefjast viðræður um gerð tvísköttunarsamnings við Japan. Fyrsti formlegi fundur samninganefnda ríkjanna fer fram í Tókýó og hefst fundurinn þann 17. maí nk. Fyrir íslensku samninganefndinni fer Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu skattamála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en auk hennar eiga sæti í nefndinni Ása Ögmundsdóttir lögfræðingur í ráðuneytinu og Guðrún Jenný Jónsdóttir, sviðstjóri á alþjóðasviði ríkisskattstjóra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta