Forskot til framtíðar - ráðstefna um vinnumarkaðsmál
Ráðstefnan Forskot til framtíðar verður haldin föstudaginn 2. nóvember nk. frá klukkan 9 til 14:10 á Hilton Reykjavík Nordica. Til umfjöllunar verður vinnumarkaður framtíðarinnar, með áherslu á möguleg áhrif breyttrar heimsmyndar á náms- og atvinnutækifæri ungs fólks. Ráðstefnan er opin öllum og allir sem hafa áhuga á mennta- og vinnumarkaðsmálum framtíðarinnar eru hvattir til að taka þátt. Ráðstefnan er skipulögð í samstarfi við ASÍ, Bandalag háskólamanna, BSRB, Kennarasamband Íslands, Landssamtök íslenskra stúdenta, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Samband íslenskra sveitarfélaga.
- Skráning og ýmsar hagnýtar upplýsingar á www.radstefna.is
Dagskrá:
9:00 – 09:10 Skráning og kaffi
09:10 – 09:20 Ávarp: Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra
I. Lota: Mannafla- og færnispár á íslenskum vinnumarkaði
09:20 – 09:40 Vélrænn vinnumarkaður: Í áskorunum felast tækifæri: Halldór Benjamín
Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
09:40 – 10:00 Færnispár - Til hvers að spá fyrir um vinnumarkað framtíðar?: Róbert
Farestveit, hagfræðingur ASÍ
10:00 – 10:20 Kaffi
II. Lota: Hvernig undirbúum við ungt fólk fyrir vinnumarkað framtíðarinnar?
10:20-10:40 Breyttir kennsluhættir og nýsköpun í skólastarfi: Ingvi Hrannar Ómarsson,
kennari
10:40-11:00 Markmið & mótlæti: Álfhildur Leifsdóttir, kennari
11:00-11:20 Fljúgandi bílar og tíkallasímar : Ingileif Friðriksdóttir, áhrifavaldur
11:20 – 12:00 Hádegismatur
III. Lota: Breytt vinnuumhverfi og breytt viðhorf til vinnu
12:00-12:20 Kúltúrsjokkið í Kolibri - Umbylting starfsumhverfisins: Ólafur Örn Nielsen,
framkvæmdastjóri Kolibri
12:20-12:40 Styttri vinnuvika og vinnuumhverfi framtíðarinnar: Sonja Ýr Þorbergsdóttir,
lögfræðingur BSRB
12:40-13:00 Kaffi
IV. Lota: Áskoranir og tækifæri á vinnumarkaði framtíðarinnar
13:00 – 13:20 Hugmyndaverksmiðja á heimsmælikvarða: Berta Daníelsdóttir
13:20 – 13:40 Tækifæri og áskoranir á ört stækkandi og alþjóðavæddari vinnumarkaði:
Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku
13:40 – 14:00 Pallborðsumræður
14:00 – 14:10 Ávarp: Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra