Ráðstefnan Women with impact
Þann 4. október tók sendiherra þátt í ráðstefnunni Women with impact sem haldin var í Örnsköldsvik. Markmiðið með ráðstefnunni var að skapa sambönd og styrkja tengslanet fólks og fyrirtækja sem vilja vinna að auknu jafnrétti en einnig að skapa áhugaverðar umræður og veita innblástur. Sendiherra hélt þar kynningu á íslenskum jafnréttismálum. Var þar einnig rætt um hina íslensku jafnlaunavottun sem vakið hefur töluverða athygli.