Hoppa yfir valmynd
6. mars 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Svör félaga í ríkiseigu við fyrirspurn ráðherra um launaákvarðanir og starfskjör

Fjármála- og efnahagsráðuneytið. - myndHari

Fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi 12. febrúar síðastliðinn bréf til stjórna fyrirtækja í ríkiseigu og Bankasýslu ríkisins þar sem óskað var upplýsinga um hvernig brugðist hafi verið við tilmælum sem beint var til þeirra í janúar 2017 og varða launaákvarðanir og starfskjör framkvæmdastjóra. Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félaga í ríkiseigu, m.a. með tilvísunar til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varkárar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili.

Í bréfinu 12. febrúar s.l. var gefinn vikufrestur til að svara. Eftirfarandi svör hafa borist og fer ráðuneytið nú yfir þau og mun í kjölfarið bregðast við eins og tilefni og ástæða kann að vera til í hverju einstöku tilviki:

Bankasýsla ríkisins

Eignarhlutir ehf. (enginn framkvæmdastjóri)

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. 

Isavia ohf.

Íslandspóstur ohf.

Landskerfi bókasafna

Landsnet hf.

Landsvirkjun

Matís 

Neyðarlínan

Nýr Landspítali ohf.

Orkubú Vestfjarða

Rannsókna- og háskólanet Íslands hf.

Rarik 

Rarik Orkusalan ehf.

Rarik Orkuþróun ehf.

Ríkisútvarpið ohf.

Situs ehf (enginn framkvæmdastjóri)

Vigdísarholt

Vísindagarðurinn hf. (enginn framkvæmdastjóri)

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf.

Öryggisfjarskipti ehf. (ólaunaður framkvæmdastjóri)

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta