Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2020

Sendiherra Íslands fundar með Yoweri K. Museveni forseta Úganda

Frá fundi norrænu sendiherrana í Úganda með forseta Úganda, Yoweri K. Musaveni - mynd

Á föstudag áttu norrænir sendiherrar í Úganda fund með forseta Úganda til að ræða innlend og svæðisbundin málefni. Kom í hlut sendiherra Íslands að fjalla um Austur-Afríkubandalagið (East African Community) og aukið samstarf og samruna Afríkuríkja. Einnig var rætt um ýmis innlend málefni, þróunarmál og svæðisbundnar pólitískar áskoranir, einkum samskipti Úganda við nágrannaríkin Rúanda, Búrúndi, Suður-Súdan og Lýðstjórnarlýðveldið Kongó. Fréttatilkynning forsetahallarinnar fylgir hjálagt. Forseta-, þing- og sveitarstjórnarkosningar fara fram í Úganda í janúar 2021.

  • Frá fundi norrænu sendiherrana í Úganda með forseta Úganda, Yoweri K. Musaveni - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta