Hoppa yfir valmynd
1. júní 2021 Utanríkisráðuneytið

Líf í vatni – þættir Sjávarútvegsskólans á Hringbraut

Sjávarútvegsskólinn hefur framleitt fjóra þætti um framkvæmd fjórtánda heimsmarkmiðsins, líf í vatni. Þættirnir eru byggðir á rúmlega tuttugu ára reynslu Sjávarútvegsskóla GRÓ í að aðstoða fátækar þjóðir heims í nýtingu á sjálfbæran hátt lifandi auðlinda sjávar og vatna. Skólinn hefur frá árinu 1998 þjálfað fagfólk í sjávarútvegi í rannsóknum, nýsköpun, gagnaúrvinnslu og greiningu, ásamt stefnumótun og síðast en ekki síst samskiptum og kynningum á niðurstöðum. Þættirnir eru sýndir á miðvikudagskvöldum á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

Fyrsti þátturinn ber nafnið “Small projects for big impact in fisheries: Towards Sustainable Development Goal 14” þar sem undirmarkmið 14.4 (og 14.7) er skoðað út frá mikilvægi stjórnunar og eftilits með veiðum til að vernda og byggja upp fiskistofna ásamt því að þróa fiskeldi . Í þættinum ræðir Daði Már Kristófersson auðlindahagfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands hvernig lítil og vel hugsuð skref og rannsóknir geti leitt til stærri jákvæðra áhrifa í þróun sjávaútvegs í samanburði við stærri og kostnaðarsamari þróunarverkefna. Hann notar m.a. niðurstöður úr rannsóknum fyrrum nemenda Sjávarútvegsskólans máli sínu til stuðnings.

“Defining and Defending Small-Scale Fisheries: Towards Sustainable Development Goal 14”. Í þessum þætti leggur Dr. Tumi Tómasson mat á undirmakmið 14b sem kveður á um að tryggja smábátaútgerðum aðgang að veiðum og mörkuðum. Tumi fjallar um hvernig hugtakið smábátaveiðar (e. Small-Scale Fisheries) hefur breyst í gegnum tíðina og hvernig þær hafa þróast. Tumi hefur búið og starfað í mörgum þróunarlöndum ásamt því að byggja upp starfsemi Sjávarútvegsskólans frá stofnun hans 1998 og hefur því séð frá fyrstu hendi þann vanda sem fylgir smábátaveiðum í þróunarlöndum.

“Data for Sustainable Fisheries Management: Towards Sustainable Development Goal 14”. Í þættinum leggur Dr. Einar Hjörleifsson, sérfræðingur á Hafró, mat á undirmakmið 14.4 sem kveður á um notkun vísindalegra gagna við stjórnun fiskveiða og uppbyggingu fiskistofna til að tryggja hámarks sjálfbæran afrakstur. Einar Hjörleifsson hefur starfað víða á vegum Sjávarútvegsskólans og hann fjallar í þættinum m.a. um eðli grunnjöfnu fiskifræðinnar ásamt getu þjóða til að nýta sér hana. Hann ræðir sérstaklega hvaða gögn er algengast að finna í þróunarlöndum, hvernig þau gögn nýtast við stjórn veiða, og mikilvægi þess að geyma gögnin á rafrænu formi. Einar lýkur umræðunni með því að leggja til einfaldar aðgerðir sem lönd geta farið strax í að framkvæm til að ná betur utan um gagnasöfnun og nýtingu gagnanna.

“Preserving the value of fish: Towards SDG 14”. Í þættinum ræðir Margeir Gissurarson, sérfræðingur hjá Matís, um virði þess að viðhalda gæðum í hráefnum úr sjó og vötnum. Margeir ræðir hvernig afli rýrnar og tapast frá veiðum og inn á markaði og hvernig rétt meðhöndlun um borð getur bætt líftíma hráefnisins. Rétt meðhöndlun á hráefni viðheldur ekki einungis næringalegu gildi (fisks) heldur eykur einnig möguleika fólks til að fái hærra verð fyrir hráefnið með virðisaukandi aðgerðum í virðiskerðjunni. Margeir ræðir einnig hvernig reglur í löndum og skortur á góðu vatni og ís getur stuðlað að slæmri meðferð á fiski.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta