Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2021 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Fyrsta sending bóluefnis Moderna komið til landsins

Frá bólusetningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 29. desember 2020 - myndStjórnarráðið

Tekið var á móti fyrstu sendingu bóluefnis Moderna í dag. Þetta er annað bóluefnið gegn COVID-19 sem hlýtur markaðsleyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar og tekið er í notkun hér á landi. Áður var bóluefni Pfizer komið með markaðsleyfi og hófst bólusetning með því fyrir áramót. Vonir standa til þess að þriðja bóluefnið, þ.e. frá AstraZeneca fái markaðsleyfi innan tíðar en Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í dag að hún áformi að halda matsfund um bóluefnið 29. janúar næstkomandi.

Alls bárust 10.000 bóluefnaskammtar frá Pfizer í desember. Frá janúar til lok marsmánaðar munu berast a.m.k. 33.000 skammtar til viðbótar. Líklegt er þó að fleiri skammtar muni berast á þessu tímabili vegna þeirra viðbótarsamninga sem Evrópusambandið hefur gert en áætlun um það mun liggja fyrir um miðjan janúar. Heildarsamningar við Pfizer kveða á um 250.000 skammta til Íslands sem duga fyrir 125.000 einstaklinga.

Moderna fékk markaðsleyfi 6. janúar sl. og nú liggur fyrir að afhentir verða samtals 5.000 skammtar í janúar – febrúar. Moderna er að auka framleiðslugetu sína og munu því berast fleiri skammtar til Íslands eftir febrúarmánuð, en heildarsamningurinn kveður á um 128.000 skammta til Íslands sem duga fyrir 64.000 einstaklinga.

Á myndritinu hér að neðan má sjá yfirlit um stöðu bóluefnasamninga, upplýsingar um heildarfjölda bóluefnaskammta sem Ísland hefur samið um og þær upplýsingar sem nú liggja fyrir um afhendingu bóluefna eftir ársfjórðungum. Myndritið er uppfært reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta