Hoppa yfir valmynd
22. júní 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Ekki auknar líkur á heilaæxlum með venjulegri farsímanotkun

Venjuleg farsímanotkun eykur ekki líkur á myndun heilaæxla, að því er fram kemur í frétt á vef Geislavarna ríkisins. Vísað er til niðurstaðna úr stórri alþjóðlegri rannsókn á notkun farsíma.

„Í rannsókninni kom á óvart að þeir sem alls ekki töluðu í farsíma virtust örlítið líklegri til að fá heilaæxli.

Alþjóðakrabbameinsstofnunin, IARC birti 17 maí 2010 fréttatilkynningu um niðurstöður úr Interphone, alþjóðlegri rannsókn í 13 löndum á farsímanotkun. Athugað var hvort rúmlega 5000 einstaklingar sem fengið höfðu heilaæxli, hefðu notað farsíma meira en aðrir,” segir á vef Geislavarna.

Frétt um farsímanotkun á vef Geislavarna ríkisins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta