Hoppa yfir valmynd
25. júní 2010 Heilbrigðisráðuneytið

16 gæðastyrkir afhentir


Heilbrigðisráðherra afhenti gæðastyrki heilbrigðisráðuneytisins í gær 24. júní, en 16 verkefni hlutu styrk. Alls bárust 54 umsóknir um styrkina, en sótt var um vegna fjölbreytta verkefna.

Í hópi þeirra sem hlutu styrk eru verkefni sem snúa að aðlögun heilbrigðisstofnana að alþjóðlega viðurkenndum heilbrigðisstöðlum, gagnagrunni fyrir sjúkraflug, og markvissri heimameðferð vegna húðnetjubólgu.

Að þessu sinni hafði ráðuneytið 2,4 milljónir króna til ráðstöfunar, en styrkupphæðirnar eru á bilinu 100-200 þúsund hver.

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra sagði þegar hún afhenti styrkina að þeir væru fyrst og fremst hugsaðir til hvatningar og viðurkenningar. Hún minnti á að öflugt heilbrigðiskerfi byggði ekki síst á góðu starfsfólki og frumkvæði þess og því hefði verið ánægjulegt að sjá fjölmargar metnaðarfullar umsóknir um styrkina.

Umsóknir um styrkina komu víða að. Frá landsbyggðinni komu 19 umsóknir, 21 frá Landspítalanum og 14  frá stofnunum eins og Háskóla Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Reykjalundi og víðar. Að baki hverju verkefni er síðan yfirleitt þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsmanna.

Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt gæðastyrkina árlega frá árinu 2001, en styrkirnir hafa verið veittir í í samræmi við stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda í gæðamálum til ársins 2010. Í úthlutunarnefnd eru fulltrúar frá ráðuneytinu og Landlæknisembættinu.


Listi yfir styrkþega árið 2010 (pdf - opnast í nýjum glugga)

Styrkþegar gæðastyrkja heilbrigðisráðherra árið 2010

Handhafar gæðastyrkja árið 2010 ásamt heilbrigðisráðherra Álfheiði Ingadóttur



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta