Tvö embætti héraðsdómara laus til setningar tímabundið
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið auglýsir nú, samkvæmt tillögu dómstólaráðs, tvö embætti héraðsdómara laus til setningar tímabundið, meðan á leyfi skipaðra dómara stendur. Annað embættið er laust frá 1. september 2009 til 28. febrúar 2010 og hitt frá 1. september 2009 til 30. júní 2010.
Dómsmálaráðherra setur í embættin að fenginni ábendingu dómstólaráðs um umsækjanda til starfans.Umsóknir skulu berast dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Skuggasundi, 150 Reykjavík, eigi síðar en 29. júní nk.
Sjá auglýsingar á starfatorgi, www.starfatorg.is:
Embætti héraðsdómara laust til setningar í 10 mánuði.
Embætti héraðsdómara laust til setningar í 6 mánuði.