Þrír sækja um að verða tilnefndir sem dómaraefni við Mannréttindadómstól Evrópu
Þrír hafa óskað eftir því að verða tilnefndir sem dómaraefni við Mannréttindadómstól Evrópu en kjörtímabil íslensks dómara við dómstólinn rennur út þann 31. október n.k. Evrópuráðið fór þess á leit við íslensk stjórnvöld að tilnefnd verði af hálfu Íslands þrjú dómaraefni og var auglýst eftir þeim 24. janúar síðastliðinn.
Þrír óskuðu eftir að vera tilnefndir sem dómaraefni við Mannréttindadómstól Evrópu. Þeir eru:
- Guðmundur Alfreðsson, prófessor við lagadeild Háskólans á Akureyri
- Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
- Róbert Ragnar Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands
Umsóknirnar verða nú sendar nefnd sem meta mun hæfni umsækjendanna til að vera tilnefndir sem dómaraefni af Íslands hálfu.