Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga 25. september 2021
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga 25. september 2021 hófst föstudaginn 13. ágúst.
Tekið verður á móti kjósendum í Sendiráði Íslands, 360 Albert St Ottawa, ON, Canada K1R 7X7, alla virka daga frá klukkan 9:30 til 15:30. Vinsamlega bókið tíma með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Opið verður fyrir atkvæðagreiðslu í sendiráðinu fram til 24. september. Nánari upplýsingar um kosningarnar er að finna á www.kosning.is
Kjósendur eru hvattir til að koma tímanlega á kjörstað í ár, þar sem að kjósendur þurfa eftir sem áður sjálfir að koma sínum atkvæðum á kjörstað á Íslandi og póstsendingar gætu tekið lengri tíma en vant er.
Kjósendur eru beðnir um að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd, þ.e. vegabréfi eða ökuskírteini.
Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 8 ár (talið frá 1. desember árið áður en kosningar eru haldnar) eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Þeir þurfa að vera orðnir 18 ára á kjördag og hafa einhvern tíma átt lögheimili á Íslandi.
Ef vafi leikur á því hvort kjósandi er skráður á kjörskrá á Íslandi, má ganga úr skugga um það í gegnum Þjóðskrá Íslands en einnig er að finna nánari upplýsingar um kosningarnar á heimsíðu Þjóðskrár.
Þeir sem vilja kjósa á ræðisskrifstofum er bent á að hafa samband beint við ræðismenn til að panta tíma. Lista yfir ræðismenn í Kanada og önnur umdæmislönd sendiráðsins er að finna HÉR á síðu sendiráðsins.
The parliamentary elections 2021 in Iceland will take place on September 25th. The pre-election starts on 13 August. For more information, please contact the Embassy. For information on how to cast your vote please click HERE