Hoppa yfir valmynd
8. maí 2013 Innviðaráðuneytið

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2013?

Hvað er spunnið í opinbera vefi?
Hvað er spunnið í opinbera vefi?

Gerð verður úttekt á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga haustið 2013. Slík úttekt hefur verið gerð fjórum sinnum áður, árin 2005, 2007, 2009 og 2011 og er mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun opinberra vefja með tilliti til innihalds (content), nytsemi (usability), aðgengis (accessibility), þjónustu (service) og lýðræðislegrar þátttöku (e-participation) á vefjum.

Úttektin er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða mat verktaka (Sjá ehf) á viðkomandi vefjum samkvæmt fyrirfram ákveðnum gátlista. Það mat mun fara fram 16.-29. september næstkomandi. Hins vegar svara tengiliðir opinberra aðila (ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga) spurningalista. Tengiliðirnir fá einnig tækifæri til að gera athugasemdir við mat verktaka. Opið verður fyrir svörun spurningalista og athugasemdir dagana 1.-10. október. 

Innanríkisráðuneytið hefur samið við fyrirtækið Sjá ehf um að framkvæma úttektina og er Jóhanna Símonardóttir verkefnisstjóri verkefnisins hjá Sjá og mun hún setja sig í samband við stofnanir eftir þörfum. 

Opinn kynningarfundur um könnunina var haldinn 2. september, upptaka frá honum er hér neðar á síðunni.

Spurningalistinn verður með svipuðu móti og áður, hér er hægt er að skoða hann og önnur gögn sem skýra framkvæmd könnunarinnar.

Tól sem notuð eru við úttekt á aðgengi:

Kynning

Opinn kynningarfundur um könnunina var haldinn 2. september.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta