Hoppa yfir valmynd
10. júní 2013 Innviðaráðuneytið

Nýjar tækniforskriftir fyrir rafræn viðskipti

CEN/BII Staðlasamtök Evrópu vinna að gerð fjölda umgjarða og skeytaskilgreininga fyrir rafræn skeyti svo sem reikninga, pantanir, vörulista, kreditnótur og margt fleira.

Sjá:  http://www.ut.is/rafraen-vidskipti/samtok/erlend/nr/3960

ICEPRO tekur virkan þátt í starfi CEN/BII vinnunefndarinnar og hefur gert frá stofnun hennar árið 2007. Árangurinn er verklag sem nú er verið að innleiða hér á landi. Ávinningurinn er stórfelld hagræðing í rafrænum innkaupum.

Fagstaðlaráð í upplýsingatækni (FUT) hefur unnið íslenskar tækniforskriftir byggðar á gögnum CEN/BII. Rafrænn reikningur (TS136) og reikningaferli (TS137) komu út 8. febrúar en 24. maí kom út rafræn pöntun (TS138). Rafrænn vörulisti er í vinnslu og mun líta dagsins ljós á haustmánuðum.

Sjá: http://stadlar.is/fagsvid/fut/taekniforskriftir/

Kostir rafrænna viðskipta koma best í ljós þegar pappírnum er sleppt. Gögn úr vörulista rata beint í pöntun, sem berst rafrænt til birgja, sem síðan sendir kaupanda reikining, byggðan á pöntuninni. Handskráning á vöruheitum, magni og upphæðum er úr sögunni, greiðslur berast langtum hraðar.

Á samráðsfundi ICEPRO um daginn með þjónustuaðilum og hugbúnaðarhúsum var tekin ákvörðun um að taka upp þessa nýju staðla. Stefnt er að innleiðingu með haustinu og þá um leið að samræma notkun kreditreikninga með því að taka upp BII kreditreikning samkvæmt tækniforskrift TS137.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta