Breyting fyrirhuguð á reglugerð um gerð og búnað ökutækja
Drög að breytingum á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 eru nú til umsagnar á vef samgönguráðuneytisins. Unnt er að skila umsögnum til ráðuneytisins til 7. nóvember næstkomandi.
Helsta breytingin á reglugerðinni er að en nú verður í fyrsta sinn heimilt að sérsmíða bifreiðir hér á landi en hagsmunaaðilar hafa barist fyrir þessu máli í langan tíma.
Aðrar breytingar varða ma. mengunar, útblástursmörk og hljóðstyrk frá ökutækjum. Í 7. grein kemur m.a.fram að mengunarstaðlarnir EURO 5 taka gildi hér á landi árið 2009. Í 8. grein eru settar inn að nýju kröfur um árekstravarnir framan á bifreiðar en gildistöku þessa ákvæðis var frestað um eitt ár. Í stað þess að grindur séu bannaðar er vísað til efnis tilskipana um þær kröfur sem gerðar eru.
Umsagnarfrestur um reglugerðardrögin er til 7. nóvember og skulu umsagnir berast á netfang samgönguráðuneytisins [email protected].
Drög reglugerðarinnar má sjá hér.
Greinargerð um breytingarnar er að finna hér.