Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Rætt um um tjáningarfrelsi og lýðræði

Rætt var um tjáningarfrelsi og lýðræði á öðrum fundi fundaraðar innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál sem haldinn var í dag. Flutt voru þrjú erindi og síðan urðu líflegar umræður.

Rætt var um tjáningarfrelsi og lýðræði á morgunverðarfundi innanríkisráðuneytisins.
Rætt var um tjáningarfrelsi og lýðræði á morgunverðarfundi innanríkisráðuneytisins.

Erindi fluttu Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri samstarfs vinstri grænu flokkanna á Norðurlöndunum og Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hrl.

Erindin tóku á ýmsum hliðum tjáningarfrelsisins og inntaki hugtaksins í samfélagslegri umræðu sem og á tengslum þess og mörkum gagnvart öðrum mannréttindum í verkefnum fjölmiðla og í gegnum nýrri samfélagsmiðla, svo sem á netinu.

Fundaröð innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál er haldin í tengslum við mótun landsáætlunar í mannréttindum sem nú stendur fyrir dyrum. Fyrsti fundurinn var haldinn 9. desember í tilefni af alþjóðlega mannréttindadeginum. Fundaröðin er hluti af viðleitni ráðuneytisins til að tryggja að stefnumótun í svo margþættum og mikilvægum málaflokki sem mannréttindi eru eigi sér ekki aðeins stað innan veggja ráðuneyta heldur í samstarfi og í beinum tengslum við hagsmunaaðila, fræðasamfélag og síðast en ekki síst almenning. Næsti fundur í fundaröðinni er ráðgerður fimmtudaginn 23. febrúar nk.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta