Hoppa yfir valmynd
26. mars 2020 Forsætisráðuneytið

Hundrað milljónir króna til Kvennaathvarfsins

Byggingu nýs áfangaheimilis Kvennaathvarfsins verður flýtt með 100 milljóna króna fjárframlagi á árinu 2020 samkvæmt tillögu til þingsályktunar um tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Þingsályktunartillagan er til umfjöllunar á Alþingi í dag.

Verkefnið er liður í fjárfestingum ríkisins til að bregðast strax á þessu ári við efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum COVID-19 veirunnar. Um er að ræða átján nýjar leiguíbúðir sem skjólstæðingar Kvennaathvarfsins geta leigt til ákveðins tíma, samhliða því að fá stuðning innan athvarfsins. Safnað var fyrir verkefninu með þjóðarátakinu Á allra vörum árið 2017. Framlög ríkisins nú munu bæði flýta verkefninu og gera Kvennaathvarfinu kleift að bregðast við aukinni þjónustuþörf.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Heimilið er því miður ekki griðastaður fyrir alla og mikilvægt er að huga að því á tímum þar sem við dveljum meira inni á heimilum okkar en áður. Bæði innlend og alþjóðleg mannréttindasamtök hvetja stjórnvöld til að bregðast við hættu á auknu heimilisofbeldi. Með því að flýta byggingu áfangaheimilis Kvennaathvarfsins er stigið mikilvægt skref til þess og athvarfið fær svigrúm til að veita fleirum þjónustu.“

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
16. Friður og réttlæti
5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta