Kannanir vegna námsgagnakostnaðar á framhaldsskólastigi og fleira
Menntun er undirstaða lífskjara. Velferðarvaktin hefur gert kannanir og lagt fram tillögur með það að markmiði að tryggja sem flestum börnum farsæla skólagöngu og sporna gegn brotthvarfi sbr. fréttir sem sjá má hér á vefsvæðinu.
Í haust og lok árs 2019 hefur Velferðarvaktin unnið að tveimur nýjum könnunum um námsgagnakostnað og fleiri atriðum sem geta tengst brotthvarfi úr námi. Kannanirnar eru unnar með rannsóknarfyrirtækinu Maskínu.
Önnur könnunin fólst í vefumræðuborði þar sem leitað var til ríflega 100 ungmenna sem voru að hefja nám í framhaldsskóla í haust. Um 86 svöruðu spurningum og tóku þátt í umræðunum. Hin könnunin fólst í spurningakönnun þar sem leitað var til 31 skólameistara í framhaldsskólum, en 30 sendu inn svör. Niðurstöður beggja þessara kannanna verða kynntar í janúar 2020.