Hoppa yfir valmynd
21. mars 2002 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-febrúar 2002. Greinargerð: 21. mars 2002

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-febrúar 2002 (PDF 16K)

Nú liggja fyrir tölur um greiðsluafkomu ríkissjóðs fyrstu tvo mánuði ársins 2002. Uppgjörið hér á eftir sýnir sjóðhreyfingar og er sambærilegt við almenn sjóðstreymisyfirlit. Tölurnar eru því ekki samanburðarhæfar við ríkisreikning eða fjárlög ársins sem eru sett fram á rekstrargrunni.

Handbært fé frá rekstri nam 3,3 milljörðum króna samanborið við 2,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Heildartekjur námu 41S milljarði króna og hækka um tæplega 1S milljarð frá fyrra ári, eða um 3,5%. Til samanburðar má nefna að almennar verðbreytingar námu um 9% á þessu tímabili. Þessar tölur endurspegla því áframhaldandi samdrátt innlendrar eftirspurnar. Tekjur af virðisaukaskatti eru nánast óbreyttar að krónutölu frá því í fyrra og vörugjald af bifreiðum lækkar um þriðjung. Tekjuskattar einstaklinga og fjármagnstekjuskattur skila hins vegar umtalsverðum tekjuauka miðað við fyrra ár. Samanlagt aukast skatttekjur um 3S% milli ára sem jafngildir 5% samdrætti að raungildi. Innheimtar tekjur eru í samræmi við áætlun.

Greidd gjöld nema 38,2 milljörðum króna og hækka um 0,3 milljarða frá fyrra ári, eða aðeins 0,8%. Greiðslur til almennra mála og félagsmála hækka samtals um 4,2 milljarða, en á móti vega 3,6 milljarða lægri greiðslur vaxta auk S milljarðs króna lækkunar á greiðslum til landbúnaðarmála. Þar sem uppgjörið nær aðeins til tveggja mánaða er samanburður við fyrra ár og áætlun háður nokkurri óvissu vegna þess að greiðslur geta færst til milli mánaða.

Lántökur innanlands námu 1,1 milljarði króna en afborganir voru tæpar 400 m.kr. Gjalddagi erlends langtímaláns var fjármagnaður með lántöku á erlendum skammtímamarkaði. Þá var 1,5 milljarður greiddur til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Greiðsluafkoma ríkissjóðs var jákvæð um 2,2 milljarða króna, samanborið við 0,9 milljarða á sama tíma í fyrra.








Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta