Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-mars 2002. Greinargerð: 24. apríl 2002
Nú liggja fyrir tölur um greiðsluafkomu ríkissjóðs fyrir fyrsta ársfjórðung ársins. Uppgjörið hér á eftir sýnir sjóðhreyfingar og er sambærilegt við almenn sjóðstreymisyfirlit. Tölurnar eru því ekki samanburðarhæfar við ríkisreikning eða fjárlög ársins sem eru sett fram á rekstrargrunni.
Handbært fé frá rekstri var neikvætt um S milljarð króna samanborið við 1S milljarð á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður var í jafnvægi, samanborið við tæplega 4 milljarða króna neikvæða stöðu á sama tíma í fyrra.
Heildartekjur ríkissjóðs námu 55S milljarði króna og hækka um tæplega 1S milljarð frá fyrra ári, eða um tæplega 3%. Skatttekjur ríkissjóðs hækka um svipað hlutfall. Til samanburðar má nefna að almennar verðbreytingar námu rétt um 9% á þessu tímabili og því ljóst að áfram gætir verulegs samdráttar í efnahagslífinu. Til marks um þetta má nefna að tekjur af virðisaukaskatti eru nánast óbreyttar að krónutölu frá því í fyrra og að vörugjald af bifreiðum lækkar um tæplega þriðjung. Tekjuskattar einstaklinga og fjármagnstekjuskattur skila hins vegar umtalsverðum tekjuauka miðað við fyrra ár.
Greidd gjöld nema 55,9 milljörðum króna og hækka um tæpan S milljarð frá fyrra ári, eða aðeins 0,8%. Greiðslur til almennra mála og félagsmála hækka samtals um 5,1 milljarð, en á móti vega 4,6 milljarða lægri greiðslur vaxta auk 0,4 milljarða króna lækkunar á greiðslum til landbúnaðarmála. Þar sem uppgjörið nær aðeins til þriggja mánaða er samanburður við fyrra ár og áætlun háður nokkurri óvissu vegna þess að greiðslur geta færst til milli mánaða.
Lántökur innanlands námu 5,5 milljörðum króna. Gjalddagi erlends langtímaláns var fjármagnaður með lántöku á erlendum skammtímamarkaði. Þá voru 2,3 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Greiðsluafkoma ríkissjóðs var jákvæð um 2,7 milljarða króna, samanborið við neikvæða 0,8 milljarða á sama tíma í fyrra.