Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2003 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-mars 2003. Greinargerð: 23. apríl 2003.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-mars 2003 (PDF 107K)

Nú liggja fyrir tölur um greiðsluafkomu ríkissjóðs fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2003. Uppgjörið hér á eftir sýnir sjóðhreyfingar og er sambærilegt við almenn sjóðstreymisyfirlit. Tölurnar eru því ekki samanburðarhæfar við ríkisreikning eða fjárlög ársins sem eru sett fram á rekstrargrunni. Þar sem uppgjörið nær aðeins til þriggja mánaða geta tilfærslur greiðslna milli mánaða haft veruleg áhrif á samanburð við fyrra ár.

Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 4,3 milljarða króna til samanburðar við 0,5 milljarða neikvæða stöðu á sama tíma í fyrra sem að stærstum hluta skýrist af vaxtagjöldum vegna innlausnar spariskírteina í febrúar sl. Fjármunahreyfingar voru jákvæðar um 10,7 milljarða króna sem er 10,1 milljarði betri staða en árið á undan. Jákvæðari staða skýrist af sölu á hlutabréfum ríkisins í viðskiptabönkunum. Hreinn lánsfjárafgangur nam 6,4 milljörðum króna í ár, samanborið við um hálfs milljarðs króna afgang á sama tíma í fyrra.

Heildartekjur ríkissjóðs námu um 68,3 milljörðum króna og hækkuðu um tæpa 12,9 milljarða króna frá sama tíma í fyrra, eða um 23,2%. Skýringin á þessum mismun felst fyrst og fremst í auknum tekjum af sölu hlutabréfa ríkisins í viðskiptabönkunum sem nam tæplega 10,8 milljörðum króna. Þar munar mestu um sölu hlutabréfa í Landsbanka Íslands en innstreymi vegna hlutafjársölu í bankanum nam um 10,3 milljörðum króna.

Skatttekjur ríkissjóðs námu 54,1 milljarði króna eða um 5% meira en á sama tíma í fyrra sem jafngildir um 2,8% raunhækkun milli ára. Innheimtir tekjuskattar einstaklinga námu liðlega 14 milljörðum króna eða 2,8% meira en á sama tíma í fyrra. Innheimta tryggingargjalda nam tæplega 5,7 milljörðum króna og hækkaði um 3,5% á milli ára. Veigamesta breytingin er hins vegar um 11% hækkun almennra veltuskatta á milli ára eða sem nemur 8,7% að raungildi. Þar munar mestu um tæplega 12% meiri innheimtu tekna af virðisaukaskatti. Auk þess skila vörugjöld af ökutækjum, bensíni og áfengi umtalsvert meiri tekjum en í fyrra, ekki síst vörugjöld af ökutækjum sem skila um 50% meiri tekjum en á sama tíma í fyrra. Að öllu samanlögðu gefa innheimtutölur í mars þannig enn frekari vísbendingar um að innlend eftirspurn sé að taka við sér á nýjan leik eftir samdrátt síðustu missera.

Greidd gjöld nema tæpum 62 milljörðum króna og hækka um 6 milljarða milli ára. Þar munar mestu 2 milljarða króna hækkun vaxtagreiðslna en sú hækkun er í samræmi við áætlun fjárlaga. Hækkun annarra gjalda milli ára, þ.e. án vaxtagreiðslna, nemur því 4 milljörðum króna eða rúmum 7%. Greiðslur til sjúkrahúsa, sjúkratrygginga og heilsugæslu hækka um 1,5 milljarða króna og hækkun almannatrygginga nemur tæpum 1,8 milljörðum, þar af eru 0,5 milljarðar vegna meira atvinnuleysis en á sama tíma í fyrra. Á móti vegur að greiðslur til atvinnumála lækka um 500 m.kr. þar sem greiðslur til vega- og flugmála hafa frestast m.a. vegna minni snjómoksturs. Aðrar breytingar eru minni.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-mars
(Í milljónum króna)
1999
2000
2001
2002
2003
Innheimtar tekjur......................................
44.271
49.704
54.009
55.454
68.337
- Saluhagn. af hlutabr. og eignahl……
-376
0
0
0
-10.720
Greidd gjöld.............................................
40.910
45.210
55.486
55.945
61.957
Handbært fé frá rekstri........................
2.985
4.494
-1.477
-491
-4.340
Fjármunahreyfingar..............................
-6.962
1.780
-2.276
557
10.745
Hreinn lánsfjárjöfnuður........................
-3.977
6.276
-3.752
65
6.405
Afborganir lána.......................................
-16.142
-18.356
-6.400
-10.753
-4.953
Innanlands............................................
-6.490
-9.566
-6.355
-613
-4.913
Erlendis.................................................
-9.652
-8.790
-45
-10.140
-40
Greiðslur til LSR og LH..........................
-500
-1.500
-3.750
-2.250
-1.875
Lánsfjárjöfnuður. brúttó........................
-20.619
-13.580
-13.902
-12.938
-424
Lántökur.....................................................
10.092
12.604
13.113
15.634
5.081
Innanlands..............................................
751
5.234
9.433
5.515
12.041
Erlendis...................................................
9.341
7.370
3.680
10.119
-6.960
Greiðsluafkoma ríkissjóðs.....................
-10.527
-976
-789
2.696
4.657

Lántökur innanlands námu rúmum 12 milljörðum króna en afborganir voru tæpir 5 milljarðar. Þá voru greiddar 1.880 m.kr. til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Erlend skammtímalán voru greidd niður um 7 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Tekjur ríkissjóðs janúar-mars
(Í milljónum króna)
Breyting frá fyrra ári. %
2001
2002
2003
2000
2001
2002
2003
Skatttekjur í heild...............................
50.066
51.516
54.106
13,3
8,8
2,9
5,0
Skattar á tekjur og hagnað.............
18.911
20.483
20.482
20,7
19,7
8,3
0,0
Tekjuskattur einstaklinga...............
11.990
13.672
14.049
12,6
13,5
14,0
2,8
Tekjuskattur lögaðila.....................
2.235
1.161
699
9,6
51,1
-48,1
-39,8
Skattur á fjármagnstekjur..............
4.685
5.652
5.734
59,2
24,8
20,6
1,5
Tryggingagjöld................................
4.967
5.505
5.696
7,2
6,8
10,9
3,5
Eignarskattar...................................
2.602
2.146
1.962
10,6
21,5
-17,5
-8,6
Skattar á vöru og þjónustu.............
23.486
23.281
25.866
10,3
0,5
-0,9
11,1
Virðisaukaskattur..........................
14.302
14.302
16.007
14,0
2,2
0,0
11,9
Aðrir óbeinir skattar.........................
9.184
8.978
10.075
5,3
-2,1
-2,2
12,2
Þar af:
Vörugjöld af ökutækjum..............
833
571
859
-7,2
-30,1
-31,5
50,4
Vörugjöld af bensíni.....................
1.608
1.556
1.729
13,8
-9,0
-3,2
11,1
Þungaskattur.............................
1.668
1.573
1.160
13,7
11,9
-5,7
-26,3
Áfengisgjald og hagn. ÁTVR........
1.814
1.803
2.631
9,3
-8,3
-0,6
45,9
Annað............................................
3.261
3.475
3.696
0,1
10,4
6,6
6,4
Aðrir skattar......................................
100
101
100
37,5
51,5
1,0
-1,0
Aðrar tekjur.........................................
3.944
3.938
14.231
0,0
7,4
-0,2
261,0
Tekjur alls...........................................
54.010
55.454
68.337
12,3
8,7
2,7
23,2

Gjöld ríkissjóðs janúar-mars
(Í milljónum króna)
Breyting frá fyrra ári. %
2001
2002
2003
2000
2001
2002
2003
Almenn mál........................................
5.256
6.418
6.161
17,2
-1,8
22,1
-4,0
Almenn opinber mál.........................
2.880
3.798
3.486
18,4
-10,7
31,9
-8,2
Löggæsla og öryggismál..................
2.377
2.620
2.675
15,4
11,9
10,2
2,1
Félagsmál..........................................
30.327
34.305
38.501
5,1
20,7
13,1
12,2
Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....
7.044
8.107
8.757
6,5
14,6
15,1
8,0
Heilbrigðismál..........................
12.011
14.220
15.816
6,4
18,6
18,4
11,2
Almannatryggingamál..............
9.699
10.085
11.799
1,6
29,6
4,0
17,0
Atvinnumál........................................
8.403
8.069
7.727
7,4
30,8
-4,0
-4,2
Þar af: Landbúnaðarmál.....................
3.433
3.017
2.974
6,7
37,2
-12,1
-1,4
Samgöngumál..........................
2.783
3.019
2.501
0,5
28,3
8,5
-17,2
Vaxtagreiðslur...................................
8.868
4.282
6.277
27,5
37,8
-51,7
46,6
Aðrar greiðslur..................................
2.630
2.871
3.292
31,6
40,8
9,2
14,7
Greiðslur alls.....................................
55.486
55.945
61.958
10,5
22,7
0,8
10,7



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta