Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-apríl 2002. Greinargerð: 23. maí 2002
Nú liggja fyrir tölur um greiðsluafkomu ríkissjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins. Uppgjörið hér á eftir sýnir sjóðhreyfingar og er sambærilegt við almenn sjóðstreymisyfirlit. Tölurnar eru því ekki samanburðarhæfar við ríkisreikning eða fjárlög ársins sem eru sett fram á rekstrargrunni.
Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 2,9 milljarða króna samanborið við 0,3 milljarða á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður var neikvæður um 2,4 milljarða, samanborið við 1,9 milljarða króna á sama tíma í fyrra.
Heildartekjur ríkissjóðs námu rúmlega 77 milljörðum króna og hækka um 5 milljarða frá fyrra ári, eða um tæplega 7%. Skatttekjur ríkissjóðs hækka minna, eða um rúmlega 5%. Til samanburðar má nefna að almennar verðbreytingar námu rétt rúmlega 8% á þessu tímabili og því ljóst að áfram gætir nokkurs samdráttar í efnahagslífinu. Hins vegar benda þessar tölur til þess að samdrátturinn sé í rénun. Til marks um þetta má nefna að tekjur af virðisaukaskatti fyrstu fjóra mánuði ársins hækka um 1S milljarð króna frá sama tíma í fyrra, eða sem nemur tæplega 7S%. Það svarar til um S% samdráttar að raungildi, samanborið við 9% samdrátt fyrstu þrjá mánuði ársins. Innheimta vörugjalds af bílum bendir til sömu niðurstöðu, þ.e. til minni samdráttar.
Greidd gjöld nema 80,1 milljarði króna og hækka um rúma 7S milljarð frá fyrra ári, eða 10,4%. Mestu munar um 3,1 milljarðs króna hækkun á greiðslum til heilbrigðismála. Þar af er 1S milljarður vegna reksturs sjúkrahúsa, 600 m.kr. vegna hjúkrunarstofnana og aðrar 600 m.kr. vegna sjúkratrygginga. Þá hækka fræðslumál um 1,1 milljarð og almenn stjórnsýsla um 0,8 milljarða króna. Vaxtagreiðslur og greiðslur til atvinnumála standa í stað milli ára.
Á árinu var tekið erlent langtímalán að fjárhæð 21,6 milljarðar króna. Ætlunin er að auka vægi langtímalána og gert er ráð fyrir að erlend skammtímalán fari lækkandi á næstu mánuðum. Lántökur innanlands námu 2,2 milljörðum króna. Á móti lántökum vega afborganir að fjárhæð 16,7 milljarðar og munar mestu um 10 milljarða króna gjalddaga erlends langtímaláns. Þá voru 3 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Greiðsluafkoma ríkissjóðs var jákvæð um 4,3 milljarða króna, samanborið við rúman 1 milljarð á sama tíma í fyrra.