Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2013 Heilbrigðisráðuneytið

Tillögur um bætt skipulag heilbrigðisþjónustu og ráðstöfun fjármuna

Landspítali - Háskólasjúkrahús í Fossvogi
Landspítali - Háskólasjúkrahús í Fossvogi

Ráðgjafahópur sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fól að fjalla um leiðir til að bæta skipulag heilbrigðiskerfisins og nýtingu fjármuna hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Tillögurnar byggjast á vinnu níu verkefnahópa sem hver um sig fjallaði um afmörkuð verkefni.

Ráðgjafahópurinn var skipaður í september 2011 og var honum ætlað að skoða hvort þörf væri á grundvallarbreytingum innan heilbrigðiskerfisins og í hverju þær gætu falist þannig að unnt væri að uppfylla markmið um öryggi og jöfnuð á sama tíma og aðhaldskröfum fjárlaga væri mætt. Eitt fremsta ráðgjafafyrirtæki heims, Boston Consulting Group (BCG), var fengið til að aðstoða ráðgjafahópinn við að greina skipulag og stöðu heilbrigðiskerfisins. Í tillögum ráðgjafahópsins er byggt á greiningu BCG og niðurstöðum vinnuhópanna níu sem starfað hafa undanfarið ár og fjallað um aðskilin verkefni í samræmi við áherslur ráðgjafarhópsins.

Tillögur ráðgjafahópsins sem birtar eru hér að neðan snúa að eftirtöldum þáttum:

  • Samtengdri rafrænni sjúkraskrá fyrir allt landið
  • Samræmdri skráningu og birtingu heilbrigðisupplýsinga í heilbrigðiskerfinu
  • Þjónustustýringu í heilbrigðiskerfinu
  • Aukin áhrif notenda á eigin heilbrigðisþjónustu
  • Sameiningu heilbrigðisstofnana og endurskipulagningar á skurðlækna- og fæðingarþjónustu
  • Endurskipulagi sjúkraflutninga
  • Samræming á framboði öldrunarþjónustu á landsvísu
  • Viðbragðsáætlun gegn offitu
  • Framkvæmd innkaupastefnu 
  •  

Tillögur ráðgjafahópsins og skýrslur vinnuhópa

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta