Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2014 Dómsmálaráðuneytið

Mál nr. 31/2014, úrskurður 9. apríl 2014

Mál nr. 31/2014
Millinafn: Vilberg

Hinn 9. apríl 2014 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 31/2014 en erindið barst nefndinni 18. mars:

Í 2. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn segir að nöfn, sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annaðhvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna, eru ekki heimil sem millinöfn. Þó er eiginnafn foreldris í eignarfalli heimilt sem millinafn.

Nafnið Vilberg er á skrá yfir eiginnöfn karla. Þrátt fyrir að nafnið gæti fullnægt öðrum ákvæðum laga um mannanöfn er í þessu ljósi óheimilt að fallast á nafnið sem almennt millinafn og færa það á mannanafnaskrá.

Vegna upplýsinga sem fram koma í gögnum málsins um að bræður umsækjenda beri eiginnafnið Vilberg er athygli vakin á því að Þjóðskrá er í sumum tilvikum heimilt að samþykkja svokölluð sérstök millinöfn, þar á meðal á grunni 3. mgr. 6. gr. laga um mannanöfn. Í því ákvæði segir að millinafn sem víkur frá ákvæðum 2. mgr. 6. gr. sé heimilt þegar „svo stendur á að eitthvert alsystkini þess sem á að bera nafnið, foreldri, afi eða amma ber eða hefur borið nafnið sem eiginnafn eða millinafn.“ Ef skilyrði þessa ákvæðis eru án vafa fyrir hendi og heimilt að samþykkja sérstakt millinafn sem ekki verður fært á mannanafnaskrá sem slíkt er óþarft að bera slíkt mál undir mannanafnanefnd, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 22. gr. laga um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Vilberg er hafnað.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta