Hoppa yfir valmynd
12. október 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Fimmta skýrsla Ofanflóðanefndar komin út

Keilur ofan varnargarðs undir Urðarbotni, Neskaupstað. - myndHafsteinn Pálsson

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur gefið út skýrslu um starfsemi Ofanflóðanefndar vegna tímabilsins 2018-2021. Skýrslan er sú fimmta í röðinni um starfsemi nefndarinnar frá því að hún hóf störf í ársbyrjun 1996.

Í kjölfar snjóflóða á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar 2020 ákváðu stjórnvöld að auka fjárveitingar til framkvæmda við ofanflóðavarnir. Með fjárlögum fyrir 2021 voru fjárheimildir auknar í tæplega 2,7 milljarða króna til varna gegn náttúruvá vegna ofanflóða. Núverandi stefnumótun gerir ráð fyrir að öllum fyrirhuguðum framkvæmdarverkefnum til varnar ofanflóðum verði lokið árið 2030.

Skýrsla um starfsemi Ofanflóðanefndar 2018-2021 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta