Hoppa yfir valmynd
18. desember 2020 Matvælaráðuneytið

Rafrænum gæðahandbókum í sauðfjárrækt skilað frá næstu áramótum

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vekur athygli á að tekin hefur verið í notkun rafræn handbók í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu. Handbókinni er ætlað að skjalfesta framleiðsluaðferðir og framleiðsluaðstæður þátttakenda í gæðastýrði sauðfjárframleiðslu, til hagnýtingar við ákvarðanatöku í rekstri og markaðssetningu afurða í sauðfjárrækt. Um er að ræða grunnskráningu og upplýsingar er snúa að slátrun, áburðarnotkun, merkjapöntunum, fóðrun, skýrsluhaldi, umhverfisþáttum, beit, húsakosti, o.s.frv.

Með rafrænni gæðahandbók er markmiðið að:

  1. Styrkja utanumhald og framkvæmd á gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu.
  2. Nýta tæknina til að einfalda og auðvelda skil á upplýsingum sem áður voru skráðar á pappír.
  3. Gera upplýsingar um framleiðsluna aðgengilegar í samskiptum stjórnvalda og framleiðenda. 
  4. Auka yfirsýn framleiðenda yfir eigin framleiðslu og stuðla að framförum í greininni.
  5. Meta þróun sauðfjárframleiðslunnar.

 

Opið er fyrir skráningu í gæðahandbókina en opnað verður fyrir skil á henni í upphafi næsta árs. Hægt er að byrja skrá upplýsingar rafrænt á www.afurd.is greiðslukerfi landbúnaðarins, þar sem er að finna ítarlegar leiðbeiningar.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi
14. Líf í vatni
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta