Jón Helgi Björnsson skipaður framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað Jón Helga Björnsson, í stöðu framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga frá og með 1. mars 2007 til fimm ára.
Níu einstaklingar sóttu um starf framkvæmdastjóra. Á grundvelli laga um heilbrigðisþjónustu fól ráðherra þriggja manna hæfnisnefnd að fara yfir og meta umsóknirnar. Sex umsækjendur þóttu uppfylla hæfnisskilyrði um menntun er tilgreind var í auglýsingu um starfið.