Hoppa yfir valmynd
29. júlí 2013 Innviðaráðuneytið

Skjölin vís á Ísland.is

Samstarf Tryggingastofnunar ríkisins og Þjóðskrár Íslands hefur nú skilað því að milljónir skjala frá Tryggingastofnun eru nú aðgengileg í pósthólfinu á mínum síðum á Ísland.is.  Um er að ræða greiðsluseðla, yfirlit og fleira en álagningaseðlar fasteignagjalda frá öllum sveitarfélögum og tilkynningaseðlar um fasteignamat frá Þjóðskrá Íslands hafa verið þar aðgengileg í nokkur ár.

Engin skjöl eða skjalalistar eru þó geymd á Ísland.is, heldur er náð í réttar upplýsingar til stofnana/skjalaveitna í rauntíma.

Rétt er að geta þess að skjöl Tryggingastofnunar eru að sjálfsögðu áfram einnig aðgengileg á mínum síðum hjá Tryggingastofnun.

Unnið er að því að birta skjöl frá fleiri opinberum aðilum  á Ísland.is en öllum stofnunum stendur það til boða og geta þær þannig miðlað upplýsingum til viðskiptavina sinna á skjótvirkan og hagkvæman hátt. Auk þess sem viðskiptavinir geta ávallt nálgast upplýsingarnar hvaðan sem er og hvenær sem er.

Sjá nánar á island.is

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta