Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Evrópusamstarf kynnt á Háskólatorgi 14. janúar

Sameiginlegur upplýsingavefur landsskrifstofa og þjónustuskrifstofa Evrópuáætlana er evropusamvinna.is. Þar má finna grunnupplýsingar um allar þær áætlanir og styrkjamöguleika sem Íslendingum bjóðast ásamt tenglum í viðeigandi heimasíður. Vefsíðunni er ætlað að vera fyrsti áfangastaður fyrir þá sem hafa áhuga á Evrópusamstarfi, hvort sem það er til að sækja um styrki eða leita sér upplýsinga og þjónustu, en vita ef til vill ekki alveg hvar þeir eiga að byrja.   

Íslendingar hafa aðgang að fjölda Evrópuáætlana í gegnum EES-samninginn og hafa verið virkir í Evrópusamstarfi allt frá því hann tók gildi. Í gegnum samstarfsáætlanir Evrópusambandsins er hægt að sækja styrki og stuðning innan flestra sviða menntunar og atvinnulífs og má þar telja áætlanir á sviði menntunar á öllum stigum, menningar, rannsókna og vísinda, jafnréttis, vinnumiðlunar og fyrirtækjasamstarfs. Einstaklingar, skólar, fyrirtæki, stofnanir og samtök finna eitthvað við sitt hæfi á Evrópusamvinnukynningunni á Háskólatorgi.

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur umsjón með tveimur þeirra Evrópuáætlana sem kynntar verða á fundinum, þ.e. PROGRESS, áætlun um  jafnréttis og vinnumál og Daphne III, áætlun gegn ofbeldi á konum og börnum.

Eftirfarandi áætlanir og þjónustuveitur verða kynntar á Háskólatorgi:

Áætlun Umsjónaraðili/landsskrifstofa
7. rannsóknaáætlunin RANNÍS
Menntaáætlun ESB Landsskrifstofa Menntaáætlunarinnar
eTwinning rafrænt skólsamstarf Landsskrifstofa eTwinning
Evrópa unga fólksins Landsskrifstofa Evrópu unga fólksins / UMFÍ
Evróvísir – tækifæri fyrir ungt fólk Landsskrifstofa Evrópu unga fólksins / UMFÍ
EURES-evrópsk vinnumiðlun Vinnumálastofnun
Menningaráætlunin Upplýsingaþjónusta menningaráætlunarinnar á Íslandi
MEDIA kvikmynda-, sjónvarps- og margmiðlunaráætlunin MEDIA upplýsingaþjónustan
Enterprise Europe Network Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Útflutningsráð Íslands og RANNÍS
Samkeppnis- og nýsköpunaráætlun ESB Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Norðurslóðaáætlunin Byggðastofnun
ESPON samstarfsnet um svæðaþróun Byggðastofnun
PROGRESS – jafnréttis og vinnumál Félags- og tryggingamálaráðuneyti
Daphne III – gegn ofbeldi á konum og börnum Félags- og tryggingamálaráðuneyti
Almannavarnaáætlunin Ríkislögreglustjóri
Norrænt samstarf og stuðningsmöguleikar Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta