Spurningar og svör um þriðja orkupakka ESB á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins
Til að útskýra hvað felst í þriðja orkupakka ESB hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið tekið saman svör við mörgum af þeim helstu spurningum sem uppi hafa verið. Jafnframt er vísað í greinar og kynningar sem þykja upplýsandi um þriðja orkupakkann.
Dæmi um spurningar sem svarað er á vefsíðunni:
- Hvað felst í þriðja orkupakkanum?
- Fékk Ísland einhverjar undanþágur?
- Felur þriðji orkupakkinn í sér valdaframsal?
- Afsölum við okkur forræði yfir orkuauðlindinni?
- Leiðir þriðji orkupakkinn til lagningar sæstrengs?
Komi fram ábendingar um mikilvægar spurningar sem sé ósvarað verður þeim svarað á þessum vettvangi.