Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Fjölskylduþáttur í kvöld í tilefni dags íslenskar tungu: Málæði á RÚV

List fyrir alla og Bubbi Morthens tóku höndum saman og buðu unglingum í grunnskólum landsins til þátttöku í nýju íslenskuverkefni sem kallast Málæði og er hluti af barnamenningarstarfi menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Málæði er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum. Skilaboðin eru þau að tungumálið tilheyri okkur öllum og það megi leika sér með það. Þátttakendum gafst möguleiki á að vinna með þekktu íslensku listafólki að tónlistar- og textasköpun og verður afraksturinn verður opinberaður í sérstökum Málæðisþætti á RÚV í kvöld á degi íslenskrar tungu, kl. 19:45.

Elfa Lilja Gísladóttir, verkefnastjóri List fyrir alla segir þátttökuna í Málæði hafa verið stórgóða. „Við fengum senda yfir 100 texta og fjölda laga alls staðar að en Norðurland kom sérstaklega sterkt inn þar sem lögin þrjú koma frá unglingum í Grunnskólanum Austan vatna á Hofsósi, Grunnskóla Húnaþings Vestra og Brekkuskóla á Akureyri.

Tónlistarkonan GDRN og Vignir Snær fóru á Hofsós og unnu með allri unglingadeild skólans. Vigdís Hafliða heimsótti Hvammstanga með Vigni Snæ og vann áfram lag hljómsveitarinnar Kannskekki sem er tónlistarvalshópur í skólanum. Emmsjé Gauti fór í Brekkuskóla á Akureyri og vann með 10. bekk. Lögin voru útsett, textar pússaðir til og tökumaður frá RÚV var með í för til að taka upp ferlið. Kynnar þáttarins eru þau Katla Njálsdóttir og Mikael Kaaber.

„Ég fæ hreinlega gæsahúð við að rifja upp síðustu tvær vikur þar sem við höfum þeyst um landið með þekktu og reyndu tónlistarfólki og séð upprennandi tónlistarfólk skína skært. Tungumálið tilheyrir okkur öllum og það má, og á að leika sér með það. Barnamenning er ekki bara afþreying heldur erum við erum að ala upp manneskjur og rækta mennsku. Gefa ungu fólki tæki og tól til að finna sínu áhugasviði og hæfileikum farveg með íslenskuna að vopni,“ segir Elfa Lilja.

Meira um verkefnið má lesa á vefnum https://veita.listfyriralla.is/malaedi/

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta