Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Mál nr. 89/2022 - Úrskurður

.

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Mál nr. 89/2022

Fimmtudaginn 24. febrúar 2022

A

gegn

Vinnumálastofnun

Ú R S K U R Ð U R

Mál þetta úrskurða Hólmfríður Birna Guðmundsdóttir lögfræðingur, Agnar Bragi Bragason lögfræðingur og Arnar Kristinsson lögfræðingur.

Með kæru, dags. 5. febrúar 2022, kærði A, til úrskurðarnefndar velferðarmála ákvörðun Vinnumálastofnunar um að greiða honum ekki atvinnuleysisbætur.

I.  Málsatvik og málsmeðferð

Kærandi lagði fram kæru hjá úrskurðarnefnd velferðarmála þann 5. febrúar 2022 og vísaði til þess að Vinnumálastofnun væri með óheimilum og líklegast ólögmætum hætti að koma í veg fyrir greiðslur til hans. Með erindi úrskurðarnefndar, dags. 9. febrúar 2022, var óskað eftir að kærandi sendi afrit af hinni kærðu ákvörðun. Með erindi úrskurðarnefndar, dags. 16. febrúar 2022, var óskað eftir upplýsingum frá Vinnumálastofnun um hvort fyrir lægi ný ákvörðun í máli hans. Svar barst samdægurs þar sem fram kom að í kjölfar úrskurðar nefndarinnar í máli nr. 461/2021 hefði ákvörðun um biðtíma verið felld úr gildi og tveggja mánaða biðtímabil greitt. Engin ákvörðun hefði verið tekin eftir það og kærandi hafi ekki verið í sambandi við stofnunina á árinu 2022.

II.  Niðurstaða

Samkvæmt 1. gr. laga nr. 85/2015 um úrskurðarnefnd velferðarmála skal nefndin úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana eftir því sem mælt er fyrir um í lögum sem kveða á um málskot til nefndarinnar. Þannig er grundvöllur þess að unnt sé að leggja fram kæru til úrskurðarnefndar að fyrir liggi stjórnvaldsákvörðun. Um stjórnvaldsákvörðun er að ræða þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldur manna í skjóli stjórnsýsluvalds, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá segir í 11. gr. laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar að úrskurðarnefndin kveði upp úrskurði um ágreiningsefni sem kunna að rísa á grundvelli laganna. Af kæru og upplýsingum frá Vinnumálastofnun er ljóst að ekki hefur verið tekin stjórnvaldsákvörðun í máli kæranda. Með vísan til þess er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála.


 

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

Kæru A, er vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála.

F.h. úrskurðarnefndar velferðarmála

Hólmfríður Birna Guðmundsdóttir

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta