Hoppa yfir valmynd
9. mars 2016 Forsætisráðuneytið

Friðrik Ólafsson - Ákvæðin þrjú

Logar enn á Berþórshvoli? Er Njáll ekki heima? 

Athugasemdir undirritaðs við lög nr. 91/2010 um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu og við drög stjórnarskránefndar að nýjum ákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum, samkvæmt ákvæði um stundasakir, sbr. 1.gr stjórnskipunarlaga nr. 91/2013. 

1. Í stjórnarskrá lýðveldisins Ísland kemur eftir farandi fram: 

  • Samkvæmt 1. gr. stjórnarskrár er Ísland lýðveldi.
  • Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrár skal forseti þjóðkjörinn (af þegnum lýðveldisins). 
  • Samkvæmt 5. gr. stjórnarskrár, er sá forsetaframbjóðandi sem flest atkvæði þegna fær í þjóðkjöri, rétt kjörinn: engar takmarkanir eru þar á, það er, meirihluti þeirra þegna er kusu, ræður. 
  • Samkvæmt 11. gr. stjórnarskrá kemur fram að leysa megi vissan ágreiningur í tilteknu málefni, með því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu og gildir þá niðurstaða atkvæðagreiðslunnar. 

Þannig kemur skírt fram í upphafi stjórnarskrár, hvað þjóðaratkvæðagreiðsla er og að fara beri eftir kosningarniðurstöðu án skilyrða – allar niðurstöður í þjóðaratkvæðagreiðslum eru bindandi. - Lög verða að vera í samræmi við stjórnarskrá en ekki öfugt! Lög nr. 91/2010 heita lög um FRAMKVÆMD þjóðaratkvæðagreiðslu, en síðan er farið strax í 1. grein að tala um allt annað – túlkun á niðurstöðu kosningar, sem er ekki að finna í stjórnskipunarlögum að þurfi? 

2. Kosning til Alþingis, samkvæmt 33. gr. stjórnarskrár, er þjóðaratkvæðagreiðsla og fara ber eftir kosningarniðurstöðu án skilyrða – niðurstað er bindandi. Getur (þjóðar-) atkvæðagreiðsla til Alþingis verið ráðgerfandi? 

Nýjar greinar í stjórnarskrá 2016! - Minna er betra eða meira er lítið? 

Auðséð er að einhver vandræðagangur hefur verið í gerð nýrra greina. Nokkur dæmi um þetta lýsa sér í eftirfarandi: 

Vernd nátturunnar og umhverfi: 

  • Almenningi er heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi!!! - - síðan skal setja ,,lög um inntak og afmörkun almannaréttar“ - ruglingslegt orðalag! 
  • ... mælt fyrir um rétt almennings til upplýsinga um ástand umhverfis og áhrifa framkvæmda á það svo og til þátttöku í undirbúning ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfið. Hvað með þátttöku í framkvæmd?

Náttúruauðlindir í þjóðareign 

  • Hver er munur á: að ríkið hafi eftirlit og umsjón með nýtingu auðlindanna í umboði þjóðarinnar og handhafar löggjafarvalds og framkvæmdavalds fara með forsjá og ráðstöfunarrétt þeirra í umboði þjóðarinnar? 
  • Hvernig getur þú selt það sem þú átt ekki?
  • Hvernig getur þú veðsett það sem þú átt ekki? 
  • Hver er munur á „eðlileg gjald“ og „fullu verði“ í eldri texta? Er til „óeðlilegt gjald“? 
  • Hvernig getur þú ,,eignast varanlegan eignarétt“ á því sem þú átt ekki? 
  • Hvernig getur þú „eignast óafturkræfanlegt forræði“ á því sem þú átt ekki? 

Þjóðaratkvæðagreiðslu að frumkvæði kjósenda 

  • Af hverju er löggjafinn að setja ,,takmörk á yfirmenn sína“? Löggjafinn er í ,,vinnu“ hjá þegnum lýðveldisins en ekki öfugt! Ég sé það ekki fyrir mér að starfsmenn fyrirtækis hafi ,,frjálsar hendur með hagsmuni“ fyrirtæja sem þeir vinna hjá! 
  • Það að setja 15% mörk fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu er allt of há og hefur verið bent á það annars staðar. Um 5% mörk ættu að vera nægjanleg há til þess að halda ,,stjórnmálamönnum“ við efnið, það þarf ekki að setja mörk á þá sem ,,eiga valdið“? 
  • Að taka það fram í stjórnarskrá að löggjafinn megi breyta eldri lögum eða fell niður er óþarfi?
  • Það eiga ekki að vera skilyrði á að farið sé eftir niðurstöðum í þjóðaratkvæðaafgreiðslu! 

Álit mitt á drögum að „nýjum greinum“ í stjórnarskrá, er að betra er heima setið en að samþykkja þau. Taka þarf endurskoðun stjórnarskrá úr höndum stjórnmálamanna og setja í hendur þegna lýðveldisins, þar sem það á heima. Það er óþarfi að þjóðin afsali sér völdum til stjórnmálamanna, enda ekki markmið með 1. og 2. grein stjórnarskrárinnar. 

Friðrik Ólafsson – 03.03.2016 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta