Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2020

Viðburður um stöðu jafnréttismála innan UNESCO

Fastafulltrúi Íslands hjá UNESCO, Kristján Andri Stefánsson sendiherra, tók í gær þátt í pallborðsumræðum um stöðu  jafnréttismála innan UNESCO og framlagi kvenna til starfsemi stofnunarinnar og sjálfbærrar þróunar.  Viðburðurinn sem bar heitið "Celebrating Women in the UNESCO family" var skipulagður af formanni Afríkuhópsins, Rachel Ogoula Akiko, sendiherra Gabon.

Á fundinum fóru fram umræður um jafnréttismál í fjölþjóðlegu samhengi og á hvern hátt UNESCO geti beitt sér fyrir auknum árangri á þessu sviði. Baráttan gegn kynjamisrétti er eitt mikilvægasta verkefnið á sviði mannréttindamála í dag og er grunnforsenda sjálfbærrar þróunar. Í samræmi við utanríkisstefnuna fagnaði fastanefndin þessu tækfæri til að vekja athygli á þeim árangri sem náðst hefur á Íslandi og hvetja til þess að aðildarríkin taki höndum saman um að setja þau á dagskrá.

Þá var boðið til móttöku þar sem tækifæri gafst til þess að fagna matarmenningu ólíkra menningarheima, en sú arfleið hefur einmitt varðveist að miklum hluta til vegna kvenna, auk þess sem framlag kvenkyns listamanna til menningararfleifðarinnar var í forgrunni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta