Hoppa yfir valmynd
15. október 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Framlög úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka 2015

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um greiðslur ríkisins til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2015.

Um framlögin gilda lög nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.Greiðslur til stjórnmálasamtaka eru samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni. Stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða eiga rétt til framlaga. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næstliðnum kosningum.

Greiðslur eftir alþingiskosningar árið 2013 fyrir árið 2015 koma fram í meðfylgjandi töflu.

Skipting atkvæða í Alþingiskosningunum 2013 (Upplýsingar frá Hagstofu Íslands)

Greidd atkvæði alls 193.822

Gild atkvæði alls  188.995

Auðir seðlar   4.217

Ógildir seðlar  610

Stjórnmálasamtök Gild atkvæði %hlutfall Atkvæði til skiptingar % hlutfall Samtals greitt 2015
Björt framtíð 15.584 8,25% 15.584 8,7% 25.002.659
Framsóknarflokkur 46.173 24,43% 46.173 25,9% 74.079041
Sjálfstæðisflokkur   50.455 26,70% 50.455 28,3% 80.948.996
Hægri grænir 3.262 1,73%
Húmanistaflokkurinn 126 0,07%
Flokkur heimilanna 5.707 3,02% 5.707 3,2% 9.156.197
Regnboginn 2.021 1,07%
Sturla Jónsson, K-listi 222 0,12%
Lýðræðisvaktin 4.658 2,46%
Landsbyggðarflokkurinn 326 0,17%
Alþýðufylkingin 118 0,06%
Samfylkingin   24.294 12,85% 24.294 13,6% 38.976.809
Dögun 5.855 3,10% 5.855 3,3% 9.393.645
Vinstrihreyfingin – grænt framboð   20.546 10,87% 20.546 11,5% 32.963.593
Píratar 9.648 5,10% 9.648 5,4% 15.479.059
Samtals: 188.995 100% 178.262 100% 286.000.000

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta