Hoppa yfir valmynd
22. september 2023 Dómsmálaráðuneytið

Níu sóttu um tvö embætti héraðsdómara

Hinn 1. september 2023 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði laus til umsóknar tvö embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur. Skipað verður í embættin hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur lokið störfum.

Umsækjendur um embættin eru eftirtaldir:

  • Finnur Vilhjálmsson saksóknari,
  • Hákon Þorsteinsson lögfræðingur,
  • Hrefna Dögg Gunnarsdóttir lögfræðingur,
  • Margrét Helga Kristínar Stefánsdóttir lögmaður,
  • Ólafur Helgi Árnason lögmaður,
  • Sigurður Jónsson lögmaður,
  • Sindri M. Stephensen dósent,
  • Sólveig Ingadóttir aðstoðarmaður héraðsdómara,
  • Stefanía G. Sæmundsdóttir saksóknari.

Umsóknir verða afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar hið fyrsta. 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta