Hoppa yfir valmynd
6. júní 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Tryggt að brjóstaskimanir falli ekki niður

Vegna ályktunar Krabbameinsfélags Íslands sem samþykkt var á ársþingi félagsins í dag, 6. júní, vilja heilbrigðisráðuneytið og Landspítali koma eftirfarandi á framfæri. 

Unnið er að breytingum á fyrirkomulagi skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameini fyrir árslok 2020. Sem hluta af því verkefni hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að fela Landspítala ábyrgð á skimun fyrir brjóstakrabbameini í samstarfi við Sjúkrahúsið á Akureyri frá lokum ársins 2020.  

Landspítalinn hefur óskað eftir því að flutningi brjóstaskimunar til Landspítala verði frestað til 1. maí 2021, vegna mögulegra tafa á afhendingu tækni- og tækjabúnaðar sem nauðsynleg eru til að sinna þjónustunni á nýjum vettvangi. Fari svo að ekki takist að tryggja framkvæmd brjóstaskimana með aðkomu annars aðila en LSH frá árslokum 2020 til 1. maí mun Landspítali tryggja að konum standi til boða, hér eftir sem hingað til, góð og örugg þjónusta. 

Skimanir fyrir brjóstakrabbameini munu ekki falla niður og ekkert rof verður á þjónustu við umræddan hóp.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta