Hoppa yfir valmynd
12. september 2017 Matvælaráðuneytið

Aukið samstarf Norðurlandanna í samkeppnismálum

Forstjórar samkeppniseftirlitanna á Norðurlöndum undirrituðu í dag, fyrir hönd ríkisstjórna landanna, samning um samvinnu eftirlitanna í samkeppnismálum. Samningurinn kveður á um að Norðurlöndin munu styrkja samstarf sín á milli í samkeppnismálum að því er varðar gagnkvæma aðstoð við upplýsingaöflun og vettvangsrannsóknir. Um er að ræða útvíkkun og styrkingu á fyrri samningi eftirlitanna frá árinu 2003. 

Nýi samningurinn á að tryggja skilvirka framkvæmd samkeppnislöggjafar í hverju ríki fyrir sig. Samkvæmt samningnum getur samkeppniseftirlit hvers samningsaðila óskað eftir upplýsingum eða framkvæmt vettvangsrannsóknir fyrir hönd og á vegum samkeppnisyfirvalda annars samningsaðila. Hvert norrænu samkeppniseftirlitanna skuldbindur sig til framangreinds samstarfs að því marki sem samkeppnislög í viðkomandi landi heimila. Til að samningurinn taki gildi á Íslandi þarf að gera tilteknar breytingar á íslenskum samkeppnislögum og er unnið að frumvarpi þess efnis.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta