Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félags- og vinnumarkaðsáðherra veitir styrki til frjálsra félagasamtaka

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagamála- og vinnumarkaðsráðherra, ásamt fulltrúum þeirra félagasamtaka sem hlutu styrk.   - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, veitti í dag styrki af safnliðum fjárlaga til frjálsra félagasamtaka en styrkirnir eru veittir árlega og er ætlað að styðja við verkefni á sviði félags- og velferðarmála. Var styrkjunum úthlutað með formlegri athöfn á Hilton Reykjavík Nordica og nemur upphæð styrkjanna alls tæpum 139 milljónum króna.

Að þessu sinni er lögð sérstök áhersla á verkefni sem hvetja til virkni, vellíðan og valdeflingar einstaklinga í viðkvæmri stöðu, svo sem þá sem búa við félagslega einangrun, ofbeldi eða aðstæður sem hindra þátttöku í samfélaginu.. Meðal þeirra eru verkefni á vegum Geðhjálpar, Sjónarhóls, Þroskahjálpar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Blindrafélagsins og Félags heyrnarlausra. Einnig voru veittir styrkir til verkefna sem heyra undir önnur málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðherra sem lúta meðal annars að fátækt, félagslegri virkni og ofbeldi. 

Hér má sjá yfirlit yfir styrkþega.

Við úthlutanir styrkjanna síðustu ár er orðin hefð fyrir því að fá valda styrkþega til þess að kynna verkefnin sem þau hljóta styrk fyrir. Að þessu sinni kynnti Rauði krossinn Vinaverkefni sitt sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun og minnka einmanaleika.

Umsóknarfrestur til að sækja um styrk rann út þann 22. nóvember 2021 og bárust fjölbreyttar umsóknir frá fjölda félagsamtaka.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra: „Frjáls félagasamtök vinna ómetanlegt starf í íslensku samfélagi og þau eru mikilvægur hlekkur í lífi okkar flestra. Það er því virkilega ánægjulegt að geta stutt við þau fjölbreyttu verkefni sem samtökin sinna, og það var gaman að finna kraftinn í athöfninni í dag. Ég veit að styrkirnir munu nýtast vel í margskonar verkefni sem bæta samfélagið okkar.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta