Nýsköpun í opinberum sparnaði í brennidepli á nýsköpunardegi hins opinbera
Nýsköpunardagur hins opinbera verður haldinn þriðjudaginn 23. maí kl. 9-13 í Veröld - húsi Vigdísar. Viðburðurinn er árlegur og að þessu sinni er yfirskrift dagsins Nýsköpun í opinberum sparnaði.
Markmið Nýsköpunardagsins er að stuðla að auknum opinberum innkaupum á nýsköpun með sérstakri áherslu á lausnir sem skapa sparnað í opinberum rekstri. Sprota- og nýskapandi fyrirtæki verða í aðalhlutverki með kynningum á nýjum og spennandi sparnaðarlausnum ásamt mikilvægum fróðleik um opinber innkaup á nýsköpun. Í kjölfar kynninga gefst færi á tengslamyndun milli fyrirtækja og opinberra aðila til að ræða leiðir að bættri þjónustu og aukinni skilvirkni í opinberum rekstri.
Skráningar er krafist vegna takmarkaðs sætafjölda.
-
Viðburðurinn verður einnig aðgengilegur í streymi
Dagskrá:
-
Opnunarávarp: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
-
Sparnaðarlausnir: 20 sprota- og nýsköpunarfyrirtæki, 5 mínútna kynningar
-
Tengslamyndun og veitingar
Nánari upplýsingar um dagskrá má nálgast á island.is.
Léttar veitingar og kaffi verða í boði fyrir þau sem mæta snemma. Kaffihlé verður einnig kl. 10:15.
Að nýsköpunardegi hins opinbera standa Ríkiskaup, Fjársýslan, Samband íslenskra sveitarfélaga, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Fjártækniklasinn.