Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2001 Innviðaráðuneytið

Breyting á brunabótamati við lántöku vegna íbúðakaupa

Þann 15. september nk. gengur í gildi endurmat brunabótamats Fasteignamats ríkisins. Félagsmálaráðuneytið leggur til að áfram verði grundvallarreglan sú að miðað er við 65% eða 70% af kaupverði íbúðar en lagt til að 29. gr. reglugerðar um húsbréf og húsbréfaviðskipti verði breytt þannig að sá hluti matsverðs sem lánað er til, ásamt uppfærðum áhvílandi lánum sem á undan hvíla, skuli rúmast innan við 85% af brunabótamati íbúðar. Með því móti næst að upphefja að mestu þau áhrif sem boðuð breyting á brunabótamati hinn 15. september nk. myndi að óbreyttu hafa á útlán Íbúðalánasjóðs. Vegna þessa gaf félagsmálaráðherra út reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 157/2001 um húsbréf og húsbréfaviðskipti, sbr. reglugerð nr. 408/2001.


Þessi tenging er ekki vistuð á heimasíðu félagsmálaráðuneytisinsReglugerð um breytingu á reglugerð nr. 157/2001 um húsbréf og húsbréfaviðskipti, sbr. reglugerð nr. 408/2001


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta