Hoppa yfir valmynd
28. maí 2019 Matvælaráðuneytið

Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína fundar með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Ni Yuefeng tollamálaráðherra Kína og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - mynd

Þann 24. maí 2019 átti Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fund í Reykjavík með Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína. Á fundinum ræddu þeir m.a. gott samband ríkjanna, árangur og tækifærin sem felast í fríverslunarsamningnum sem tók gildi árið 2014. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom því á framfæri að íslensk fyrirtæki binda miklar vonir við tækifæri á kínverskum markaði með sjávarútvegs- og landbúnaðarafurðir auk tækni og þekkingar. Ráðherra lagði áherslu á einföldun ferlis kínverskra yfirvalda á úttekt á heilbrigðisreglum hér á landi.

Hinn kínverski ráðherra var staddur hér á landi ásamt sendinefnd vegna undirritunar á þremur nýjum bókunum við fríverslunarsamning Íslands og Kína. Bókanirnar varða viðurkenningu á heilbrigðisstöðlum fyrir fiskeldissafurðir, fiskimjöl og lýsi, ull og gærur. Þær eru afrakstur samstarfs Matvælastofnunar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins við yfirvöld tolla- og dýraheilbrigðismála í Kína, með það að markmiði að opna markaði fyrir íslenskar afurðir. Einnig var undirritað samkomulag um eflingu samstarfs á sviði heilbrigðiseftirlits.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 14 Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta