Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2013 Dómsmálaráðuneytið

Samskipti Íslands og Indlands á sviði ættleiðingarmála rædd

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra tók þátt í opnunardagskrá alþjóðlegrar ráðstefnu um ættleiðingar sem indversk stjórnvöld standa fyrir þessa vikuna í Nýju Delhi á Indlandi. Ráðstefnan er sú þriðja í röðinni sem indversk stjórnvöld standa fyrir um ættleiðingarmál en auk fulltrúa ráðuneytisins sitja ráðstefnuna fulltrúar félagsins Íslenskrar ættleiðingar.

Innanríkisráðherra situr ráðstefnu um ættleiðingarmál á Indlandi.
Innanríkisráðherra situr ráðstefnu um ættleiðingarmál á Indlandi.

Ráðherra fyrir málefni kvenna og barna á Indlandi, Krishna Tirath, setti ráðstefnuna. Í ávarpi sínu greindi hún frá breytingum sem unnið hefur verið að varðandi fyrirkomulag og stjórnsýslu ættleiðingarmála á Indlandi en stjórnsýslustofnunin CARA fær nú aukið hlutverk við samræmingu og skipulag þessara mála.

Í tengslum við ráðstefnuna átti innanríkisráðherra fund með ráðuneyti fyrir málefni kvenna og barna til að ræða samskipti á sviði alþjóðlegrar ættleiðingar ásamt formanni og framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar. Á fundinum kom fram eindreginn vilji til að halda áfram því góða samstarfi sem verið hefur á milli landanna á sviði ættleiðingarmála en alls hafa 164 börn verið ættleidd frá Indlandi á um 25 ára tímabili. Greindu fulltrúar Íslenskrar ættleiðingar frá því að unnið væri að því í samstarfi við indverska sendiráðið á Íslandi að skipuleggja fræðslu og tungumálanámskeið í indversku fyrir börn og foreldra ættleiddra barna.

Á myndinni er Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra ásamt ráðuneytisstjóra Ragnhildi Hjaltadóttur og Herði Svavarssyni, formanni Íslenskrar ættleiðingar, að loknum fundi með ráðuneytisstjóra í ráðuneyti fyrir málefni kvenna og barna í Indlandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta