Hoppa yfir valmynd
21. desember 2017 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Umsagnarfrestur framlengdur

Framlengdur hefur verið umsagnarfrestur um áform um lagasetningu er varðar samnýtingu jarðvegsframkvæmda til að greiða fyrir ljósleiðaralagningu. Er fresturinn nú til og með 15. janúar næstkomandi.

Málið varðar innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins nr. 2014/61/EB og áformar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið í því skyni að leggja frumvarp fyrir Alþingi um  samnýtingu jarðvegsframkvæmda á sviði fjarskipta-, raforku- og veitukerfa. Meginmarkmið tilskipunarinnar snúa að því að draga úr kostnaði við uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta.

Ráðuneytið bendir á að einnig verður hægt að koma að athugasemdum á síðari stigum þegar frumvarpsdrög eru tilbúin og birt á vef ráðuneytisins og gefinn tími til umsagnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta