UT messan - spennandi viðburður
UT messan verður haldin föstudaginn 7. og laugardaginn 8. febrúar. Þar verður margt spennandi á dagskrá. Fyrri dagurinn er fyrir atvinnumenn í upplýsingatækni, seinni dagurinn er hugsaður fyrir almenning.
ICEPRO fær til landsins netsérfræðinginn Sven Rostgård Rasmussen til að fjalla um Evrópunetið OpenPeppol. Það er einsleitt heilsteypt net sem nær um alla Evrópu. Íslendingum veitir ekki af vegna þess að alþjóðaviðskipti færast sífellt í vöxt. Fyrirlestur Sven verður undir liðnum "Opinber Messa" klukkan 13:30 á föstudag í sal 5.
ICEPRO verður með sýningarbás á UT messunni. Þar fer fram kynning á rafrænum viðskiptum og ávinningur af þeim. Fyrirtæki, sveitarfélög og opinberir aðilar hafa nú þegar náð umtalsverðri hagræðingu, sem eykst eftir því sem notendum fjölgar. Þegar pappírnum sleppir breytast vinnubrögðin, vinnsla verður fljótari, skráningarvillum fækkar, viðskiptin ganga hraðar. Komið og sjáið.
Upplýsingar um UT messuna skráning og dagskrá sjá: http://www.utmessan.is/
Að lokum
Gerð voru tvö myndbönd um UT messuna. Þau finnast með því að slá inn „UTmessan" í leit á Youtube:
„UTmessan er engin venjuleg messa":
http://www.youtube.com/watch?v=GQ95tIyFQJ0&feature=youtu.be
„Internetið alls staðar": http://www.youtube.com/watch?v=rarYXS50csQ
Sjón er sögu ríkari.