Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2014 Innviðaráðuneytið

Samevrópskt viðskiptanet: Einföldun skeytamiðlunar í rafrænum viðskiptum

Evrópumenn eru í óða önn að koma sér upp einu einsleitu neti til rafrænna innkaupa. Það nefnist PEPPOL, sem er skammstöfun á "Pan-European Public eProcurement On-Line", sem mætti kalla samevrópskt viðskiptanet. Net þetta nær nú um alla Evrópu og er lykilþáttur í viðleitni Evrópubúa að koma sér upp rafrænu innkaupakerfi, sem nær yfir öll landamæri ríkjanna.

Meginmarkmið PEPPOL verkefnisins er einkum að efla samskipti rafrænna innkaupastofnana hinna ýmsu landa, bæði í útboðum og innkaupum. PEPPOL styður nú þegar við alla þætti rafrænna innkaupa, bæði vörulista, pantanir, reikninga og undirskrift. Sjá einblöðung um PEPPOL.

OpenPeppol eru hagnaðarlaus (non-profit) alþjóðasamtök, sem eru tekin við rekstri PEPPOL netsins. Íslendingum býðst nú þátttaka í OpenPeppol. Til þess að ræða málið fékk ICEPRO Sven R. Rasmussen, sérfræðing í skeytamiðlun til að koma hingað til lands.

Sven hélt kynningu um OpenPeppol, á UT(upplýsingatækni)-messunni Í Hörpu þann 7. febrúar. Sjá skyggnur hans: OpenPEPPOL - IPG 2014-02-06.pdf. Ýta þarf OpenPeppol úr vör hérlendis, þannig að Íslenskum notendum standi til boða einsleit skeytamiðlun rafrænna viðskipta, sem jafnframt nær út fyrir landsteinana.

ICEPRO hefur mælt með upptöku PEPPOL netsins síðar í nóvember 2010. Notkun þess er hafin hérlendis og allir geta haft aðgang að því. Nú er kominn tími til að taka ákvörðun um hvort Íslendingar tengist einu einsleitu viðskiptaneti hérlendis eða hvort við sitjum uppi með mörg.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta