Hertar reglur um handfarangur í gildi í dag
Hertar reglur um handfarangur flugfarþega hafa tekið gildi hér á landi. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undirritaði reglugerð þar að lútandi fyrir viku og tóku reglurnar gildi í dag. Snúast þær meðal annars um bann við flutningi vökva í handfarangri með vissum undantekningum þó.
Reglurnar taka gildi í ríkjum Evrópusambandsins og er um leið leitast við að samræma gildistöku hvað varðar Ísland, Noregi og Sviss. Eftir að tilraun til að granda nokkrum farþegaþotum með vökvasprengjum var stöðvuð í London 10. ágúst síðastliðinn og að fram komu upplýsingar við rannsókn málsins töldu Evrópuþjóðir ástæðu til að bregðast við þeirri ógn. Er bannað að ferðast með vökva í handfarangri nema að uppfylltum nokkrum skilyrðum.
Um er að ræða breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 361/2005 vegna nýrra reglugerðar um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 622/2003 um ráðstafanir til framkvæmdar sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd í almenningsflugi.
Nánari upplýsingar er að finna í bæklingi um málið.