Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2007 Innviðaráðuneytið

Fundur um samgöngur og umhverfi

Samgönguráð efnir í næstu viku til fjórða fundar síns um stefnumótun í samgöngum. Verður þá fjallað um samgöngur og umhverfi. Fundurinn fer fram á Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík miðvikudaginn 21. nóvember klukkan 15 til 17.

Flutt verða þrjú erindi á fundinum: Matthildur Bára Stefánsdóttir, deildarstjóri hjá Vegagerðinni, fjallar um vegagerð og umhverfi. Jón Bernódusson, skipaverkfræðingur hjá Siglingastofnun, ræðir losun gróðurhúsalofttegunda frá skipum og Sveinn V. Ólafsson, verkfræðingur hjá Flugmálastjórn, talar um græna framtíð flugsins.

Að loknum erindum verður tækifæri til fyrirspurna og umræðna. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að skrá sig á netfangið [email protected] eigi síðar en á hádegi þriðjudaginn 20. nóvember næstkomandi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta