Hoppa yfir valmynd
9. september 2015 Innviðaráðuneytið

Göngum í skólann hleypt af stað

Átakinu ,,Göngum í skólann“ var hleypt formlega af stað í morgun í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ en að því standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og nokkrir samstarfsaðilar. Markmiðið er að hvetja grunnskólanema til að ganga eða hjóla í skólann, að huga að hreyfingu um leið og hugað er að öryggi í umferðinni.

Göngum í skólann átakinu var hleypt af stokkunum í morgun í Lágafellsskóla.
Göngum í skólann átakinu var hleypt af stokkunum í morgun í Lágafellsskóla.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra var meðal þeirra sem fluttu ávörp við setningu átaksins en það gerði einnig Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, og María Ólafsdóttir söng nokkur lög. Innanríkisráðherra sagði öllum hollt og gott að ástunda hreyfingu og börn væru yfirleitt duglegri við það en þeir sem eldri væru. Einnig minnti ráðherra á að bæði ökumenn og gangandi vegfarendur yrðu að huga að öryggi og sérstaklega yrðu ökumenn að fara varlega í nágrenni skóla og víðar þar sem von væri á börnum á ferð.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti ávarp við setningu átaksins.

Við sama tækifæri var opnaður endurhannaður umferðarvefurinn umferd.is sem er samvinnuverkefni Samgöngustofu og Grundaskóla á Akranesi, móðurskóla umferðarfræðslu. Umferðarvefurinn er ætlaður nemendum, kennurum og foreldrum og inniheldur skemmtilega umferðarfræðslu fyrir börn sem er ætlað að auka öryggi þeirra í umferðinni. Meðal nýrra verkefna má nefna bókaflettara þar sem nemendur geta æft sig í lestri um leið og þeir fræðast um mikilvægar umferðarreglur.

Göngum í skólann átakið er nú haldið í níunda sinn og á að standa til 7. október. Í upphafi tóku 26 skólar þátt en í dag eru þeir á sjöunda tuginn. Eftir athöfnina í sal Lágafellsskóla héldu börn og fullorðnir út í snaggaralega gönguferð.

Endurnýjaður fræðsluvefurinn umferd.is var einnig kynntur í dag.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta