Hoppa yfir valmynd
27. júní 2024 Matvælaráðuneytið

Aflaheimildir til strandveiða auknar um 2.000 tonn

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð sem heimilar aukna aflaheimild upp á 2.000 tonn af þorski á yfirstandandi strandveiðitímabili. Heildarráðstöfun í þorski til strandveiða verður því 12.000 tonn í stað 10.000 tonna.

Með þessari aukningu hækkar hlutfall strandveiða á þorski upp í rúm 55% af þorski innan félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins. Svo stórum hluta heimilda hefur ekki verið ráðstafað til strandveiða áður.

Aukningin kemur af skiptimarkaði, þar af 1.300 tonn af þorski sem fengust í skiptum fyrir heimildir á makríl.

„Þessi ákvörðun er tekin til að rétta af þann halla sem er afleiðing þess fyrirkomulags sem hefur verið á strandveiðum, þar hafa sum byggðarlög borið skarðan hlut frá borði“ segir matvælaráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta